Bryndís Nielsen, sem hefur starfað sem kynningarfulltrúi og verkefnastjóri Íslenska dansflokksins, hefur verið ráðin sem ráðgjafi um almannatengsl hjá Athygli ehf. Þar mun hún starfa að ýmsum kynningarmálum fyrir viðskiptavini fyrirtækins, annast fjölmiðlasamskipti og  hafa umsjón með útgáfu og fleira, segir í fréttatilkynningu.

Bryndís lauk M.A. námi í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College í Lundúnum árið 2005, B.A. prófi í sálfræði og kynjafræði árið 2003 og stúdentsprófi frá MR 1998. Að námi loknu starfaði hún um skeið sem sjónvarpsfréttamaður hjá NFS áður en hún gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn. Hún hefur séð um ýmis ritstörf og kynningarmál í gegnum tíðina, bæði að atvinnu og í gegnum félagsstörf og stjórnmál.

Starfsmenn Athygli eru nú 12 talsins og eru starfsstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík og á Akureyri.