Bryndís Ragna Hákonardóttir hefur hafið störf sem sölu- og markaðsstjóri nýrrar heilsuvörudeildar hjá Artasan. Bryndís er viðskiptafræðingur frá 'The American College' í Bandaríkjunum þar sem hún bjó og starfaði um árabil að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Bryndís lærði næringarráðgjöf í Kaupmannahöfn og hefur veitt ráðgjöf tengdri heilsu og lífsstíl til einstaklinga og hópa í Danmörku frá útskrift árið 2010. Hún starfaði áður sem útflutningsstjóri hjá Kjötumboðinu með áherslu á uppbyggingu markaða í Norður Ameríku, Evrópu og Asíu og sem vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus.

Um fyrirtækið

Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á lyfjum og heilsuvörum. Fyrirtækið dreifir heilsuvörum og lyfjum til apóteka, heilsubúða, dagvöruverslana, bensínstöðva, tannlækna, spítala og hjúkrunarheimila. Starfsemin skiptist í eftirfarandi meginsvið:

  • Lyfseðilsskyldlyf
  • Lausasölulyf
  • Heilsuvörur