Bryndís Ásbjarnardóttir fjármálahagfræðingur hefur hafið störf fyrir Landssamtök lífeyrissjóða. Bryndís mun koma að fjölbreyttum verkefnum á vegum samtakanna og starfa með hinum ýmsu starfshópum.

Áður starfaði hún hjá Seðlabanka Íslands við rannsóknir á fjármálastöðugleika, en á árunum 2012-2013 fór hún þó í tímabundið starfsleyfi frá bankanum þar sem hún starfaði hjá Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð.

Bryndís lauk B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og M.Sc. gráðu frá sama skóla árið 2007.