Brynhildur Pétursdóttur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Hún hefur starfað hjá samtökunum um árabil og þekkir vel til starfseminnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Brynhildur sat á þingi fyrir Bjarta framtíð frá 2013 til 2016. Hún var jafnframt formaður þingflokks Bjartrar framtíðar á árunum 2015 til 2016.

Miklar hræringar hafa verið hjá samtökunum upp á síðkastið. Í sumar sagði Ólafur Arnarson af sér sem formaður stjórnar Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin voru stofnuð árið 1953 og er eitt meginhlutverk samtakanna að aðstoða neytendur við að leita réttar síns. Samtökin reka einnig Leigjendaaðstoðina og Evrópsku neytendaaðstoðina.