Brynja Bragadóttir hefur hafið störf á rannsóknasviði Capacent þar sem hún mun sjá um mótun vinnustaðarannsókna, stjórnun rannsóknarverkefna, ráðgjöf og þróun rannsóknalausna. Brynja er með MSc-gráðu í heilsufræði frá Kent-háskóla í Bretlandi og doktor (PhD) í vinnu- og heilsusálfræði frá sama skóla.

Hún hefur stundað margvíslegar rannsóknir á sviði vinnu- og heilsusálfræði og sinnt kennslu á háskólastigi, bæði á sviði sálfræði og mannauðsstjórnunar. Hún starfaði sem ráðgjafi á sviði mannauðsmála hjá ParX frá 2004 – 2010, nú síðast sem fagstjóri rannsókna- og greiningasviðs ParX. Brynja er gift Ragnari Kristinssyni og eiga þau tvö börn.