Brynja Þorgeirsdóttir, sem ritstýrt hefur menningarumfjöllun í þættinum Kastljósi á RÚV síðan í lok sumars, mun hætta í byrjun árs. Bergsteinn Sigurðsson, sem verið hefur í síðdegisútvarpi Rásar 2, mun taka við starfi Brynju. Hún hyggst einbeita sér nýrri þáttaröð af Orðbragði. Kjarninn greinir frá þessu. Guðmundur Pálsson, Baggalúts-meðlimur og dagskrárgerðarmaður, fer í síðdegisútvarpið í stað Bergsteins.

Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem breytingar eru gerðar á mannaskipan Kastljóss. Í lok sumar hætti Sigmar Guðmundsson sem ritstjóri og færði sig yfir í morgunútvarp Rásar 2. Þá var Þóra Arnórsdóttir, sem gegnt hafði stöðu aðstoðarritstjóra, gerð að ritstjóra og Baldvin Þór Bergsson ráðinn til starfa. Í lok síðasta vetrar hætti Jóhannesar Kr. Kristjánssonar fréttamaður í Kastljósinu eftir að ráðning hans rann út.