Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í stöðuuppfærslu á Fasbók að honum sýnist meiðyrðamál vera í algjörum ólestri hér á landi sem annars staðar. Segir hann íslenska dómstóla dæma út og suður í slíkum málum.

„Æruverndin virðist mismunandi eftir hver á í hlut þótt lögin geri ekki ráð fyrir því. Evrópudómstóllinn lítur svo á að blaðamenn sérstaklega megi dreifa ærumeiðingum frá öðrum að vild. Hér á landi er það einnig heimilt ef viðkomandi hefur tekið þátt í þjóðmálaumræðu eða er "opinber persóna" hvað svo sem það þýðir,“ segir Brynjar.

Leggur hann því til að Evrópudómstóllinn smíði skýra löggjöf svo hægt sé að spara bæði tíma og fé.