Brynjar Níelsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, segir í færslu sem hann birti á facebook í hádeginu að fjölmiðlar á Íslandi trúi margir að þeir séu „hlutlaus upplýsingaveita” en stundi í raun meiri pólitík en stjórnmálamenn, sem segi þó ekki mikið þar sem „flestir stjórnmálamenn [séu] hættir í pólitík og [hafi] eiginlega breyst í teknókrata.”

Hann segir fjölmiðla þó mikilvæga í frjálsum lýðræðisríkjum, en að sjálfur telji hann þá „veikasta hlekkinn í íslensku samfélagi” og segir þá „eiginlega í ruslflokki eins og þeir segja hjá matsfyrirtækjunum”.

Viðbrögðin láta ekki á sér standa, ýmsir gera athugasemdir við málflutning Brynjars, og Karl Garðarsson fyrrverandi þingmaður fyrir framsóknarflokkinn, sem var í ríkisstjórn með Brynjari 2013 – 2016, og er í dag framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, segir: „Það hlaut að koma að því að maður færi í ruslflokk..”.