Brynjar Ólafsson hagfræðingur hjá Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn til Arion banka þar sem hann mun starfa í regluvörslu bankans.

Áður en hann tók til starfa við gerð þjóðhagsreikninga, þjóðhagsspár og opinber fjármál hjá Hagstofunni vann hann hjá Arion banka við svipuð verkefni og hann tekur að sér nú. Þar áður var hann hjá Fjármálaeftirlitinu og kauphöll Nasdaq Iceland.

Auk prófa í verðbréfaviðskiptum og að vera viðurkenndur bókari hefur Brynjar bæði B.Sc og M.Sc. gráður í hagfræði frá Háskóla Íslands.