*

mánudagur, 16. maí 2022
Innlent 31. ágúst 2018 15:55

Brynjólfur lætur af störfum hjá HB Granda

Brynjólfur Eyjólfsson lætur af starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs félagsins í dag.

Brynjólfur Eyjólfsson, fyrrum framkvæmdastjóri markaðssviðs HB Granda.
Haraldur Guðjónsson

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á markaðs- og sölustarfi HB Granda. Brynjólfur Eyjólfsson lætur af starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs félagsins í dag og eru honum þökkuð vel unnin störf við uppbyggingu á öflugu markaðsstarfi félagsins á undanförnum árum. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar.  

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri félagsins tekur við stjórn sviðsins á meðan endurskoðun á markaðs- og sölustarfi félagsins stendur yfir. 

Stikkorð: Grandi HB