Landsbanki Íslands hefur ráðið Brynjólf Brynjólfsson sem nýjan útibússtjóra bankans á Snæfellsnesi. Um leið hefur Hannes Marinó Ellertsson verið ráðinn í nýtt starf hjá bankanum á Snæfellsnesi en það er starf fyrirtækjasérfræðings á vegum bankans og mun hann verða með aðsetur í Ólafsvík.

Brynjólfur kemur til starfa frá Ísafirði en hann var bankastjóri Landsbankans þar. Hannes Marinó hefur starfað í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík.

Við athöfn þegar nýju mennirnir voru kynntir færði Hraðfrystihús Hellissands bankanum líkan af áttæringi að gjöf. Hafði Rögnvaldur Ólafsson fjármálstjóri HH orð fyrir þessari gjöf og skilaði því frá föður sínum Ólafi Rögnvaldssyni, sem ekki var viðstaddur, að peningarnir yrðu til þar sem fiskurinn væri veiddur en ekki í bönkunum. Björgólfur Guðmundsson, formaður stjórnar bankans, tók við gjöfinni.