Hugbúnaðarfyrirtækið Men & Mice hagnaðist um 275 milljónir króna á síðasta ári eða 2,2 milljónir dollara. Afkoman batnaði verulega á milli ára en hagnaður ársins 2017 nam 233 þúsund dollurum eða 30 milljónum króna. Sala á vöru og þjónustu jókst úr 4,2 milljónum dollara í 6,4 milljónir dollara á milli ára.

Meðalfjöldi starfsmanna var 25. Laun og launatengd gjöld námu 2,8 milljónum dollara, og lækka lítillega milli ára. Handbært fé frá rekstri nam 624 þúsund dollurum. Eigið fé nam 4,5 milljónum króna um síðustu áramót en var 2,3 milljónir dollara í árslok 2017. Þá námu skuldir 2,2 milljónum dollara og eignir 6,6 milljónum dollara um áramótin. Sjóðurinn SÍA III, í rekstri hjá Stefni, keypti félagið í september, en stærsti hluthafi fyrirtækisins var Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Magnús Eðvald Björnsson.