Búi Bjarmar Aðalsteinsson og Stefán Atli Thoroddsen, sem reka fyrirtækið BSF productions munu á morgun, mánudag, fljúga til Kaupmannahafnar til að taka þátt í alþjóðlegu frumkvöðlakeppninni Creative Business Cup.

Keppnin er eiginleg heimsmeistarakeppni frumkvöðla þar sem flest lönd eiga fulltrúa. Sigurvegarinn fær í sinn hlut um 2,5 milljónir íslenskra króna.

Búi og Stefán munu kynna fyrstu vöru fyrirtækisins, próteinstykkið Crowbar. Próteininnihald stykkisins er óhefðbundið en það kemur frá skordýrum, nánar tiltekið frá krybbum sem hafa verið þurrkaðar og malaðar í fínt duft. Auk þess inniheldur stykkið önnur náttúruleg hráefni eins og hnetur og ávexti.