*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 27. maí 2016 14:40

BSRB verður með ASÍ í leigufélagi

Ætlað að leigja tekjulágum einstaklingum en félagið er stofnað á grundvelli lagasetningar Velferðarráðherra.

Ritstjórn
Mummi Lú

BSRB verður stofnaðili að íbúðafélagi sem leigja mun íbúðir út til tekjulágra einstaklinga. ASÍ hefur þegar lýst yfir þátttöku í félaginu en ákvörðun BSRB var kynnt á aðalfundi þess 25. maí síðastliðinn.

Jafnframt var skorað á stjórnvöld að ljúka nauðsynlegum lagabreytingum sem Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir stendur að sem gera á mögulegt að láta slík íbúðafélög ganga upp.

Ætlar BSRB að leggja til 20% stofnframlag til nýs félags, alls 2 milljónir króna, en einnig óskar bandalagið eftir því við aðildarfélög sín að þau veiti íbúðarfélaginu lán til að koma af stað framkvæmdum.

„Öruggt húsnæði, hvort um er að ræða leiguhúsnæði eða séreign, er einn hornsteina almennrar velferðar. Það er því mikilvægt að tryggt sé að allir fái aðgengi að viðunandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum til framtíðar,“ segir í ályktun fundarins.

Stikkorð: ASÍ leiga Velferðarráðherra húsnæði BSBR
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is