Breska fjarskiptafyrirtækið BT tilkynnti í dag að það væri í forstigum þess að hefja viðræður við breska farsímafélagið O2 sem er í eigu spænska fjarskiptafyrirtækisins Telefónica.

Í stuttri yfirlýsingu greindi BT frá því að félagið væri í yfirtökuviðræðum við tvö bresk farsímafélög að O2 meðtöldum en þeir vildu ekki greina frá því hvert hitt fyrirtækið væri.

Í yfirlýsingunni segir að allar viðræður væru á algjöru forstigi og því lítið hægt að greina frá smáatriðum að svo stöddu.

Á síðustu tólf mánuðum hefur mikið verið um samruna fjarskiptafélaga í Evrópu en ekki er svo langt síðan að Vodafone og Liberty Global í Bretlandi keyptu til sín smærri aðila á markaðnum.

Nánar er fjallað um málið á vef Guardian