BT óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir jafnframt að öllum árum hafi verið róið að því á undanförnum dögum að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í óbreyttri mynd.

Fyrir liggur undirritað kauptilboð í rekstur BT verslana, en það er háð samþykki skiptastjóra þrotabúsins. Verslanir BT verða lokaðar meðan niðurstaða fæst vegna kauptilboðsins.

„Hjá BT starfa um 50 starfsmenn í 30 stöðugildum. Starfsmannafundur var haldinn í kvöld og þar fengu starfsmenn upplýsingar um stöðuna ásamt aðstoð við að tryggja réttindi sín,“ segir í tilkynningunni.