Undanfarna daga hafa nýlegar fréttir frá bönkunum staðfest að aðgengi þeirra að erlendu fjármagni er gott, segir greiningardeild Glitnis, en á síðasta ári ollu fullyrðingar og vangaveltur um skert aðgengi bankanna að erlendu fjármagni talsverðum titringi á hlutabréfamarkaði.

?Bætt upplýsingagjöf stjórnenda til erlendra aðila og arðsamur rekstur, sem endurspeglaðist í ársfjórðungsuppgjörum bankanna átti mestan þátt í að tryggja áframhaldandi gott aðgengi bankanna að erlendu fjármagni,? segir greiningardeild Glitnis

Hún segir að Landsbankinn hefur á stuttum tíma náð góðum árangri með innlánafjármögnun sinni á Bretlandi sem ber heitið Icesave og stjórnendur bankans sjá fram á mikla möguleika til að auka með þessu hlutfall innlána í fjármögnun Landsbankans.

?Kaupþing tilkynnti í gær um útgáfu sinna fyrstu skuldabréfa í Kanada fyrir 30 milljarðar króna og eykur bankinn þannig fjölbreytni í fjármögnun með bættri landfræðilegri dreifingu lánveitenda. Í fyrra sótti sótti Kaupþing m.a. lánsfé með útgáfu skuldabréfa í Bandaríkjunum og Japan.

Þá tilkynnti Glitnir í gær að kaup á meirihluta í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group væru fjármögnuð að helmingi til með nýjum hlutabréfum í Glitni en Greining á von á að þessi tegund fjármögnunar verði notuð í auknum mæli af bönkunum við kaup á fyrirtækjum á komandi misserum. Þetta á reyndar einnig við um ýmis önnur félög en bankana og má nefna Actavis sem dæmi í því sambandi,? segir greiningardeildin.