Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um frístundabyggð. Með frumvarpinu er réttarstaða leigutaka lóða undir frístundahús bætt og meðal annars lagt til að þeir fái einhliða rétt til að framlengja leigusamning ef ekki semst um áframhaldandi leigu við landeiganda. Þetta er í fyrsta skipti sem lagt er fyrir Alþingi frumvarp um heildarlöggjöf um frístundabyggð.