Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir bættri afkomu Tryggingarmiðstöðvarinnar á öðrum ársfjórðungi og að hagnaður tímabilsins nemi um 1,1 milljarði króna, þó svo að hagnaður TM hafi verið undir væntingum undanfarin misseri.

"Á sama fjórðungi síðasta árs voru fjármagnstekjum neikvæðar um 300 milljónir króna vegna lækkana á innlendum hlutabréfamarkaði en í ljósi hagstæðra markaðsskilyrða nú spáum við því að fjármagnstekjur verði jákvæðar sem nemur 1,8 milljörðum króna," segir Greiningardeildin.