„Það eru mjög stífar innri reglur hjá okkur um viðskipti starfsmanna með verðbréf. Áður en viðskipti með verðbréf eiga sér stað verður starfsmaður að gagna úr skugga um að hann hafi ekki aðgang að innherjaupplýsingum og tilkynna  um þau fyrirfram innanhúss,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið ætlar ekki að taka saman lista yfir þá starfsmenn sem hugsanlega geti talist innherjar í kjölfar gagnaöflunar og rannsókn á þeim þegar húsleit var gerð á skrifstofum Eimskips og Samskipa og dótturfyrirtækjum á þriðjudag í síðustu viku.

Ekki hefur komið upp tilvik þar sem starfsmenn Samkeppniseftirlitisins hafi orðið uppvísir að því að brjóta reglurnar sem settar eru, að sögn Páls Gunnars.

Eimskip á að setja saman innherjalista

„Það eru ekki kvaðir á opinberum eftirlitsaðila eins og okkur að standa útgefanda verðbréfa skil á lista yfir starfsmenn sem hafi innherjastöðu hjá okkur. Það er hins vegar útgefendanna sjálfra að meta hvort Samkeppniseftirlitið sem slíkt hafi stöðu innherja og tilkynna um,“ segir Páll Gunnar.

Í samræmi við það er það er það ber Eimskip ábyrgð á því gagnvart Kauphöll og Fjármálaeftirlitinu að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um stöðu innherja og getur félagið jafnvel sett Samkeppniseftirlitið á innherjalista.