Samkvæmt fjárlögum fyrir næsta ár stendur til að hækka virðisaukaskatt á gistinætur úr 7% í 25,5%. Nú er hins vegar til umræðu að milda þessar aðgerðir og búa til nýtt skattþrep fyrir ferðaþjónustuna sem yrði 14%. Þetta hefur Morgunblaðið eftir heimildamönnum sínum í dag og segir Katrínu Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa kynnt þessar hugmyndir fyrir aðilum ferðaþjónustunnar.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um á dögunum sýndi könnun MMR um málið að ekki er samstaða meðal kjósenda Samfylkarinnar um hækkun gistináttaskattsins og virðist meirihluti almennings, samkvæmt könnuninni, mótfallinn hækkuninni. Fulltrúar ráðuneytisins hafa sagt að vænta megi niðurstöðu samráðshóps um málið á næstu vikum.