JAB Holding Co.tók enn annað skref í tilraun sinni til að stjórna kaffimarkaðnum þegar það setti fram yfirtökutilboð í kaffifyrirtækið Keurig Green Mountain Inc. Upphæð yfirtökutilboðsins nemur tæpum 14 milljörðum Bandaríkjadala, eða um 1.826 milljörðum króna og þetta yrði stærsta yfirtaka sögunnar á kaffimarkaðnum.

JAB hefur á síðustu fjórum árum keypt kaffifyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir um það bil 3.900 milljarða króna, þ. á m. D.E Master Blender og kaffideild Mondelez International Inc.

Kaffimarkaðurinn hefur vaxið um það bil 5% á ári síðastliðin ár og markaður fyrir kaffihylki, t.d. eins og Keurig framleiðir eru að aukast um rúmlega 10% á ári.