Tilboð í upphafsverk Búðarhálsvirkjunar opnuð fyrir skömmu og bárust sjö tilboð, þar af voru sex undir kostnaðaráætlun sem var upp á 806.936.229 krónur. Landsvirkjun hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í nokkra verkhluta vegna upphafsframkvæmda við 80 megavatta Búðarhálsvirkjun. Um er að ræða vinnu við gröft jarðganga, skurða og vatnsþróar og tilheyrandi styrkingu með sprautusteypu.

Eftirfarandi tilboð bárust og voru lesin upp:

Árni Helgason ehf og verktakafélagið Glaumur ehf. 495.417.651,-

Háfell ehf  999.133.989,-

Þjótandi ehf  619.564.510,-

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða  784.904.121,-

Íslenskir aðalverktakar  634.428.678,-

Ístak  606.645.454,-

Suðurverk  732.872.560,-

Kostnaðaráætlun kr. 806.936.229,-

Gert er ráð fyrir að unnið verði að undirbúningsverkunum á sumri komanda og í haust og að þeim verði lokið að fullu fyrir 1. desember 2010. Kostnaður við þau er áætlaður á bilinu 600-800 milljónir króna, að meðtalinni hönnun, verkumsjón og eftirliti.

Takist samningar um orkusölu og fjármögnun Búðarhálsvirkjunar verða helstu áfangar framkvæmdarinnar boðnir út síðar á árinu 2010.