Búast má við áframhaldandi vaxtalækkunum í Bandaríkjunum og greiningardeild Glitnis telur að innan skamms muni Seðlabanki Evrópu bætast í hópinn og hefja vaxtalækkunarferil sinn þegar líða fer á sumar.  Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildarinnar um alþjóðahagkefið.

Lausafjárkrísan og áhrif hennar hafa verið djúpstæðari og varað lengur en flestir bjuggust við, að því er fram kemur í skýrslunni.

Greiningardeildin sér nokkur líkindi með lausafjárkrísunni og þeirrar lægðar sem gekk yfir bandarískt efnahagslíf á árunum 1990 til 1991.

Hún telur að þegar líða tekur á árið og óvissan sem hefur umlykt fjármálageirann í kjölfar lausafjárkrísunnar eyðist munu hlutabréfamarkaðir taka við sér á nýjan leik.