Markaðsaðilar gera ráð fyrir að meginvextir Seðlabanka Íslands lækka úr 1,75% í 1,25% á öðrum fjórðungi þessa árs og aftur um 0,25% síðar á árinu. Ef það rætist færu meginvextir Seðlabanka Íslands niður í 1%.

Þátttakendur könnunar Seðlabanka Íslands sem framkvæmd var 4. – 6. maí síðastliðinn, búast jafnframt ekki við frekari lækkun á gengi krónunnar á næstu misserum og áætla að gengi evru gagnvart krónunni verði 160 krónur eftir eitt ár.

Verðbólguvæntingar eru að mestu óbreyttar en þeir búast við 2,2% verðbólgu á öðrum fjórðungi ársins en 2,4% verðbólgu á þriðja og fjórða ársfjórðungi.

Hlutfall svarenda könnunarinnar sem telja að taumhald peningastefnunnar sé of þétt um þessar mundir var 70% samanborið við 61% í síðustu könnun Seðlabankans. 11% svarenda telja að taumhaldið sé of laust en hlutfall þeirra sem telja taumhaldið hæfilegt hækkaði úr 35% í 19%.

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 20. maí næstkomandi.