Hagvöxtur mun mælast 3% í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi á næsta ári, að því er fram kemur í nýrri könnun bandarískra hagfræðinga sem tekin var saman fyrir samtökin National Association for business Economics. Á sama tíma verður verðbólga lág og að halda muni áfram að draga úr atvinnuleysi. Ekki er búist við góðu ári í ár en hagfræðingarnir spá því að hagvöxtur verði 2,3% vestanhafs á þriðja ársfjórðungi. Það er 0,2 prósentustigum minni hagvöxtur en maíspá samtakanna hljóðaði upp á.

Fram kemur í spá samtakanna að 80% líkur séu á því að efnahagsbatinn muni leiða til þess að bandaríski seðlabankinn dragi úr stuðningi sínum við hagkerfið, s.s. með endurkaupum á veðlánum og ríkisskuldabréfum.

Þá gera sérfræðingarnir ráð fyrir því að hagvöxtur verði 1,3% á þessu ári en 1,7% á öllu næsta ári. Á sama tíma búist við því að atvinnuleysi fari úr 7,5% í ár niður í 7% á næsta ári.