Álframleiðendur í Evrópu og greiningaraðilar á markaði telja að markaðurinn hafi náð botni og að vísbendingar séu nú um að eftirspurn eftir áli fari nú að aukast.

Wall Street Journal segir að eftirspurn eftir málmum eins og áli og kopar, sem notað er í allt frá snjallsímum til loftkælinga, bendi til þess að ástand efnahagsmála á evrusvæðinu sé að aukast. Þetta geti einnig orðið til þess að verð á málmum muni hækka.

Eftirspurn eftir áli í Evrópu hefur minnkað mikið á undanförnum árum vegna slæmst efnahagsástands. Aftur á móti jókst eftirspurnin um 1,3% á þriðja ársfjórðungi þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Gert er ráð fyrir að eftirspurnin aukist síðan um 1% á fjórða fjórðungi.