*

fimmtudagur, 12. desember 2019
Erlent 31. júlí 2017 14:30

Búast við að nýjum iPhone seinki

Tekjur Apple á yfirstandandi ársfjórðungi munu dragast verulega saman ef tafir verða á útgáfu nýs iPhone.

Ritstjórn
Tim Cook, forstjóri Apple.
epa

Greiningaraðilar á Wall Street virðast flestir búast við því að tafir muni verða á nýjustu útgáfu iPhone símans frá Apple samkvæmt frétt Financial Times. Samkvæmt fréttinni gæti skortur á íhlutum og vandræði í framleiðslu leitt til þess að nýr sími muni ekki koma út í september eins og venjan hefur verið.

Samkvæmt greiningaraðilum hjá RBC bankanum benda gögn úr framleiðslukeðju (e. supply chain) Apple til þess að útgáfa iPhone gæti seinkað fram í október og að síminn verði ekki fáanlegur í miklu magni fyrr en í nóvember eða desember. Ef af seinkuninni verður mun það leiða til þess að tekjur Apple muni dragast töluvert saman á þriðja ársfjórðungi sem endar í september.

Apple mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung á morgun og bíða greiningaraðilar sérstaklega eftir framsýnni leiðsögn fyrirtækisins fyrir seinni helming ársins. Telja greiningaraðilar að leiðsögnin muni gefa vísbendingar um hvort seinkun verði á útgáfu iPhone eða ekki. 

Stikkorð: Apple iPhone