Tekjur Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, á þriðja fjórðungi munu dragast saman um rúmlega 4% frá sama tímabili í fyrra, samkvæmt spá IFS greiningar. Uppgjör fyrirtækisins verður birt á mánudaginn.

IFS gerir ráð fyrir að tekjurnar verði 3,2 milljarðar og standi þar með nánast í stað frá öðrum fjórðungi ársins. Þá spáir IFS að EBITDA verði um 23,4% af tekjum. Það er svipað hlutfall og á þriðja fjórðungi í fyrra en tæpu prósenti betra en á öðrum fjórðungi.

„Heilt yfir gerum við ráð fyrir að félagið haldi sjó frá síðasta fjórðungi og falli ekki niður í arðsemi líkt og það gerði í upphafi ársins. Þar réðu miklu einskiptisliðir og breytt bókun kostnaðar, sem ætti að vera komin inn í myndina nú,“ segir í spá IFS.