Vísitala neysluverðs mun lækka um 0,1% á milli mánaða í apríl og vreðbólga fara við það úr 3,9% í 3,0%, samkvæmt verðbólguspá Greiningar Íslandsbanka. Gangi það eftir hefur verðbólga ekki verið minni í tvö ár. Greiningardeildin segir styrkingu krónu hafa breytt verðbólguhorfum og gerir ráð fyrir því að verðbólga verði á svipuðu róli fram að áramótum.

Í Morgunkorninu segir ennfremur að gert sé ráð fyrir því að verðbólga verði á svipuðu róli út árið og nú en aukist heldur á næsta ári samfara auknum umsvifum í hagkerfinu. Á móti verðlækkun á bensíni eru vísbendingar um að verð á húsnæði að hækka á ný auk þess sem áhrif af sykurskatti og árstíðabundnar hækkanir.

Í Morgunkorni deildarinnar er pælt í því hvað gerist þegar þegar nær líður áramótum:

„Við [gerum] ráð fyrir að verðbólga aukist nokkuð að nýju. Nýir kjarasamningar undir lok árs gætu aukið verðþrýsting vegna launa talsvert, og meiri gangur í hagkerfinu mun væntanlega endurspeglast í hraðari hækkun húsnæðisverðs og meira launaskriði. Þá gerum við ráð fyrir að krónan veikist að nýju þegar vetur gengur í garð, og að árstíðasveifla verði áfram nokkur í gengi krónu. Við spáum því að verðbólga mælist 3,7% yfir árið 2014.“