IFS greining telur að rekstur Tryggingamiðstöðvarinnar á þriðja fjórðungi hafi verið ágætur. Tryggingamiðstöðin birtir uppgjör fjórðungsins á mánudag eftir viku.

Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu var fjöldi umferðaróhappa á venjulegu róli í júlí og ágúst en tölur fyrir september hafa ekki verið birtar enn.

Eitt stórt tjón varð á fjórðungnum í sjávarútvegi, einu helsta styrkleikasviði TM, sem félagið hefur tilkynnt um og sagt áhrif þess á hagnað fyrir skatta líklega nema 180 milljónir króna. .