Bréf í TM hækkuðu í kauphöllinni í dag í kjölfar þess að uppgjör þriðja ársfjórðungs félagsins var birt í gær. Þótt samdráttur hafi verið á hagnaði félagsins á milli ára var afkoma félagsins meiri en greiningaraðilar höfðu spáð. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segist hafa búist við jákvæðum viðbrögðum eftir uppgjörið.

Fjórði ársfjórðungur er sögulega séð tjónaþungur að sögn Sigurðar en tryggingarfélagið býst við lítillegri aukningu í tjónum á næsta ársfjórðungi miðað við síðasta fjórðung. Sigurður segist engu að síður bjartsýnn á horfur félagsins framundan. TM er einnig vel í stakk búið ef til óvæntra áfalla í líkingu við brunann í Skeifunni í sumar kæmi að hans sögn.

VB Sjónvarp ræddi við Sigurð.