Stjórnendur japanska bílarisans Toyota reikna með því að veikt jen og hagræðingaraðgerðir treysti afkomu fyrirtækisins verulega. Þeir búast nú við því að fyrirtækið hagnist um 1.6700 milljarða jena, jafnvirði um tvö þúsund milljarða íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári. Til samanburðar nam hagnaður Toyota 1.4800 milljörðum jena á síðasta ári.

Stjórnendur Toyota gera jafnframt ráð fyrir því að selja 9,1 milljón nýrra bíla á árinu fyrir 25.000 milljarða jena. Aukin sala og betri afkoma skýrist einkum af því að japanska jenið hefur fallið talsvert gagnvart helstu myntum, þar af um 25% gagnvart Bandaríkjadal síðan í nóvember í fyrra.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir afkomuspá Toyota þvert á þá sem stjórnendur Nissan gáfu út á dögunum en þar er búist við verra ári en í fyrra.