Seðlabanki Þýskalands, Bundesbank, býst við að hagvöxtur í landinu verði meiri í ár en áður var talið. Nú er talið að hagvöxtur í ár verði 0,3-0.5%. Á næsta  ári er svo búist við þvi að hagvöxturinn verði á bilinu 1,5-1,7%.

Þýska hagkerfið er vel sett, atvinnuleysi er lágt, atvinnustigið að hækka og launaþróun er að verða eðlileg,“ segir Jens Weidmann, aðalbankastjóri Bundesbank, samkvæmt frásögn BBC.

Bundesbank birtir hagvaxtarspár tvisvar á ári. Sú fyrri var birt í júní.