Lykilstjórnendur japanska bílarisans Toyota búast við því að rekstrarhagnaður fyrirtækinu muni aukast verulega á yfirstandandi rekstrarári og reikna með því að hann verði um 2.400 milljarðar jena. Rekstrarári Toyota lýkur í marslok. Gangi þessar væntingar eftir verður um methagnað að ræða.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) skrifar bætta afkoma Toyota á að gengi japanska jensins hefur lækkað verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum á síðastliðnum tveimur árum, þar af um 25% gagnvart Bandaríkjadal.