Hollywoodmyndin 2Guns sem Baltasar Kormákur leikstýrir virðist fara vel af stað. Tekjur af myndinni í gær, fyrsta sýningardaginn, námu 1,3 milljónum bandaríkjadala. Það jafngildir um 155 milljónum íslenskra króna.

Eins og kunnugt er skartar myndin þeim Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhluverkunum. Vonast er til þess að tekjur af myndinni um helgina geti náð upp í 20 milljónir dala, eða tæpum 2,4 milljörðum króna. Hollywood Reporter segir að bjartsýnustu telji að upphæðin geti farið upp í 30 milljónir dala,

Kostnaðurinn við gerð myndarinnar var á bilinu 80-90 milljónir bandaríkjadala en um 61 milljón þegar tekið er tillit til skattaafslátta sem fékkst við gerð hennar. Kostnaðurinn að teknu tilliti til skattaafsláttar nemur um 7.3 milljörðum íslenskra króna.