Alþjóðabankinn hefur fært niður horfur sínar fyrir hagvöxt í Austur-Asíu. Stofnunin gerir ráð fyrir 7,1% hagvexti þar nú í ár. Fyrri spá gerði ráð fyrir 7,8% hagvexti. Í hagspá bankans segir að hægt hafi á hjólum efnahagslífsins í Kína og hafi það áhrif í álfunni. Því til viðbótar er búist við að aðgerðir bandaríska seðlabankans, sem ætlar að draga úr stuðningi sínum við fjármálafyrirtæki með kaupum á skuldabréfum og öðrum eignum, muni hafa áhrif á heimshagkerfið, þ.m.t. hagkerfi landa í Austur-Asíu.

Í hagspá Alþjóðabankans er því spáð að hagvöxtur verði 7,5% í Kína á þessu ári samanborið við 8,3% í aprílspá bankans.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir spánna nokkuð keimlíka spá asíska þróunarbankans (ADB) sem segir hægari hagvöxt í Kína hafa áhrif á álfuna alla.