Í greinagerð sem Lindarhvoll ehf. skilaði til Alþingis kemur fram að fyrirtækið reikni með því að verkefnið dragist verulega saman á árinu 2017. Býst félagið enn fremur við því að Kaupþing ehf. muni selja Arion banka hf. að fullu eigi síðar en í árslok 2017.

Lindarhvoll ehf., var stofnað var til að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs sem hluti af stöðugleikaframlagi fjármálafyrirtækja.

Einnig kemur fram í greinargerðinni sem Lindarhvoll skilaði til Alþingis að óskráð hlutabréf í umsýslu Lindahvols ehf., önnur en hlutabréfin í Lyfju hf. verði seld í opnu söluferli og verði jafnframt auglýst til sölu á haustmánuðum. Áætlanir Lindahvols reikna með því að ljúka sölu á stærstum hlut þeirra fyrir lok ársins.