*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Innlent 10. apríl 2021 15:03

Búast við sterku Playstation 5 ári

Tekjur Senu drógust saman um tvo milljarða króna á síðasta ári enda lítið um hefðbundið viðburðahald.

Jóhann Óli Eiðsson
Jón Diðrik Jónsson er framkvæmdastjóri Senu.
Aðsend mynd

Samstæða Senu tapaði tæpum 58 milljónum króna á síðasta ári en hafði hagnast um 82 milljónir árið áður. Tekjur drógust saman um tvo milljarða, enda viðburðahald lítið, og námu 1.373 milljónum. Launagjöld drógust að sama skapi saman um helming.

Í skýrslu stjórnar segir að hlutafé hafi í tvígang verið aukið um samtals 30 milljónir króna og sjóðstaða sé trygg þótt ástandið versni umfram væntingar. Bókanir verkefna næstu ár séu sterkar og einnig sé gert ráð fyrir sterku „tölvuleikja og Playstation 5 ári“. Jón Diðrik Jónsson er framkvæmdastjóri Senu.