Evrópski seðlabankinn er talinn muni hækka stýrivexti þrátt fyrir að verðbólga minnkaði mikið í janúar. Financial Times greinir frá.

Verðbólgumarkmið bankans er 2%. Verðbólgan mældist 9,2% á evrusvæðinu í desember en 8,5% í janúar.

Hins vegar er grunnverðbólgan, verðbólga án fæði og orku, talinn besti mælikvarðinn á hversu þrátlát verðbólgan. Hún hélstóbreytt milli mánaða, eða 5,2%.

Búist er við því að bankinn hækki stýrivextina á evrusvæðinu um 0,5%, eða í 2,5%, í kringum upp úr hádegi á fimmtudag.