*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 17. maí 2019 20:01

Búast við verri afkomu flugfélaga

IATA hefur lækkað afkomuspá sína fyrir flugiðnaðinn um 6,5% frá upphaflegri spá fyrir árið 2019.

Ástgeir Ólafsson
Flugvöllurinn í Dubai er einn stærsti og fjölfarnasti flugvöllur heims.

Aðþjóðasamtök flugfélaga, IATA, hafa lækkað afkomuspá sína fyrir flugiðnaðinn á þessu ári úr 38 milljörðum dollara í 35,5 milljarða. Hefur afkomuspáin því verið lækkuð um 6,5% frá því hún var fyrst gefin út í desember. Til samanburðar nam hagnaður í flugiðnaði 32,3 milljörðum dollara á heimsvísu í fyrra. 

Samkvæmt frétt Reuters eru aukinn spenna í alþjóðaviðskiptum, þá sérstaklega á milli Bandaríkjanna og Kína auk hærri kostnaðar ástæður þess að afkomuspáin var lækkuð. Þá gaf Alexandre De Juniac, framkvæmdastjóri IATA það sterklega í skyn að spáin yrði lækkuð aftur í næsta mánuði þegar samtökin funda í næsta mánuði í Seúl í Suður-Kóreu.

„Við erum örlítið svartsýn" lét de Juniac hafa eftir sé á fundi með stjórnendum í flugiðnaði á nýliðnum fundi samtakanna í París og bætti því við að samtökin ættu að vera töluverð varfærari í spám sínum.

Samdráttur í fraktflugi

Spenna í alþjóðaviðskiptum er nú þegar farinn að hafa áhrif á flugrekstur og þá sérstaklega á frakflug auk þess sem búist er við því að áhrifin muni einnig koma fram í eftirspurn í farþegaflugi. Um 6.000 milljarða virði af vörum er flutt með flugi á heimsvísu sem stendur undir 35% af alþjóðaviðskiptum. Vöruflutningar fraktflugi drógust saman um 2% á fyrsta fjórðungi þessa árs. 

Ástæða þess að flugfélög hafa nú meiri áhyggjur af tollastríði milli Bandaríkjanna og Kína er sú að fyrri tollar höfðu að mestu leyti áhrif á þungaiðnað líkt og stál sem flutt er sjóleiðis. Áhyggjurnar nú að því að tollar munu beinast að snjallsímum, tölvum og tölvubúnaði sem er venjulega fluttur með frakflugi. 

Óttast að toppnum sé náð

Á sama tíma og áhyggjur eru upp vegna viðskiptastríðs hafa flugfélög einnig áhyggjur af því að toppi hagsveiflunnar í flugi sé náð eftir óvenjulangan samfelldan vöxt en fáir geirar eru jafntengdir hagsveiflunni eins og flugiðnaðurinn. Þrátt fyrir það er búist við því að hægari hagvöxtur muni halda vexti í farþegaflugi einungis örlítið undir langtímaþróun (e. trend)

„Ég hef áhyggjur af því og þykir leiðinlegt að segja ykkur að ég held við séum á stödd á þáttaskilum (e. turning point)," sagði de Juniac. Hann bætti því þó við að langtímahorfur í flugrekstri séu áfram góðar.  

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is