Hlutabréfaverð í farsímaframleiðandanum Nokia hækkaði töluvert fyrir helgi í kjölfar frétta um yfirtökutilboð í félagið. Alls nam hækkunin 6 prósentum, sem er sú mesta síðan í byrjun árs.

Árangur félagsins á markaði að undanförnu hefur verið slakur og verð lækkað um rúmlega 40%. Er það meðal annars vegna velgengni Apple og Android farsíma.

Bloomberg greinir frá því að háværar sögusagnir séu um yfirtöku á Nokia en talsmaður félagins vildi ekki tjá sig um málið.