Bubbi Morthens keypti höfundarréttinn að lögum sínum til baka af Hugverkasjóðnum í fyrra fyrir 14,3 milljónir króna. Hann seldi Sjóvá höfundarréttinn í byrjun árs 2005 og fékk hann stefgjöld greidd fram í tímann, nokkra tugi milljóna króna.

Hugverkasjóðurinn er nú í eigu Straums og inni í honum er höfundarréttur að lögum landsþekktra tónlistarmanna. Í ársreikningi sjóðsins kemur fram að bókfært sölutap á eignarhlutum í fyrra nam tæpum 5,9 milljónum króna. Um er að ræða sölutap vegna sölu á höfundarrétti að lögum Bubba til hans sjálfs.

Það var Tónlistarfélagið Litur sem hélt utan um höfundarréttinn að lögum Bubba. Bókfært virði félagsins nam 37,9 milljónum króna í bókum Hugverkasjóðsins áður en það var selt.

„Þetta er voðalega einfalt. Ég tjái mig ekki um fjármál mín. Ekki núna, ekki fyrr og ekki seinna,“ segir Bubbi.

Nánar er fjallað um Bubba og Hugverkasjóðinn í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Arðsemi Landsvirkjunar nær engin
  • Skrið komið í afnám hafta - leiðir listaðar upp
  • Þórólfur Árnason segir Íslendinga heppna að fá eldgos
  • Ríkiskaup þegja enn um útboð um flugsæti
  • Viðsnúningur í rekstri MP Banka
  • Erlendar skuldir ýta á krónuna
  • Vatnsverndin flækir Vatnsendadeilur
  • Matsmenn meti hvort lækka eigi tolla á iPad
  • Alvogen horfir til Kína
  • Mikil aukning í þríþraut
  • Nærmynd af Ingibjörgu Ösp, framkvæmdastjóra Hofs
  • Óðinn fjallar um varúðarreglur Seðlabankans eftir fjármagnshöft
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um prófkjörsspennuna
  • Og margt, margt fleira.