Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens tók að sér að syngja lag eftir Finn Árnason, forstjóra Haga, en laginu hefur verið komið til Rásar 2 sem mun taka ákvörðun um spilun í útvarpi.

Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag en þar segir að Finnur, sem að sögn blaðsins hefur vasast í tónlist frá unglingsaldri, hafi lengi gengið með það í maganum að gefa út plötu. Bubbi hafi vitað af tónlistaráhuga Finns og beðið um að fá að heyra tónlistina.

„Svo bauðst Bubbi bara til að syngja og það er mikill heiður fyrir mig,“ segir Finnur í samtali við Fréttatímann.

Lagið sem Bubbi syngur heitir Er þetta ástin? en Finnur er höfundur lags og texta.

Aðalfundur Haga
Aðalfundur Haga
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Finnur Árnason.