Búðarhálsstöð var gangsett í dag en þó hún sé aðeins sjöunda stærsta aflstöð Landsvirkjunar er hún mjög öflug engu að síður. Uppsett afl hennar er 95 MW og framleiðir hún um 585 GWst af rafmagni á ári inn á orkukerfi landsmanna. Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar kynnti Búðarhálsstöð í dag en hana gangsetti formlega Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra.

VB Sjónvarp ræddi við Hörð.