Stangaveiðifélag Reykjavíkur var eini aðilinn sem bauð í veiðiréttinn í Norðurá til fimm ára frá árinu 2014 að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Sendi félagið inn tvö tilboð, annað undir eigin nafni sem var upp á  76,5 milljónir króna fyrir sumarið 2014. Hitt tilboðið var í nafni SVFR ehf. og hljóðaði uppá 83,5 milljónir.

Í Morgunblaðinu kemur fram að frávikstilboð barst frá ónafngreindum aðila en undirritað af Gesti Jónssyni lögmanni. Engin upphæð var nefnd í því tilboði og óskað eftir viðræðum um veiðiréttinn. Því tilboði var vísað frá.

SVFR hefur verið með Norðurá í leigu í 66 ár og alltaf samið um áframhaldandi samstarf við veiðifélag árinnar án útboðs. Stjórn veiðifélagsins ætlar að sofa á þessu samkvæmt frétt Morgunblaðsins.