Icelandair bauð farþegum sínum upp á ókeypis leigubílaþjónustu í Boston í samstarfi við Uber í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef flugfélagsins og á heimasíðu Uber .

30 bílar voru innréttaðir sérstaklega til að keyra farþega Icelandair á milli staða þegar þeir lentu í Boston og var meðal annars boðið upp á íslenska tónlist, vatn og krem merkt Blue Lagoon vörumerkinu í bílunum. Í einum bíl var flugfreyja sem þjónaði farþegum á meðan bílferðinni stóð.

Ekki liggur fyrir hvort uppátækið verði endurtekið. „Þetta var svona tilraun sem að var farið út í. Farþegarnir voru mjög ánægðir með þetta," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.