Viðskiptaþing Viðskiptaráðs fór fram miðvikudaginn 15. febrúar sl. eins og ítarlega var fjallað um á vef Viðskiptablaðsins daginn þann.

Þingið í ár var það fjölmennasta frá upphafi en tæplega 500 manns sóttu þingið. Þarna voru saman komnir helstu karlar og konur í lykilhlutverki í viðskiptalífinu. Þar utan voru fjölmargir stjórnmálamenn á svæðinu þótt fjarvera forsætisráðherra hafi mikið verið rædd.

Eins og síðastliðin ár fór þingið fram á Hótel Nordica. Öll aðstaða var til fyrirmyndar og í hléi var boðið upp á gómsæta súkkulaðiköku í tilefni 75 ára afmælis Viðskiptaráðs. Eftir hlé og kökuna létu fjölmargir stjórnmálamenn sig hverfa.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, hélt erindi sem munað var eftir. Hann líkti krónunni við fíl í stofunni.

Hugrún Dögg Árnadóttur, framkvæmdastjóri KronKron, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
Hugrún Dögg Árnadóttur, framkvæmdastjóri KronKron, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Hugrún Dögg Árnadóttir, framkvæmdastjóri KronKron, flutti athyglisvert erindi um flókin samskipti við tollayfirvöld.

Erlendur Hjaltason, fyrrv. forstjóri Exista, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
Erlendur Hjaltason, fyrrv. forstjóri Exista, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Erlendur Hjaltason, fyrrv. forstjóri Exista og fyrrv. formaður Viðskiptaráðs, sat á fremsta bekk. Hann sagði af sér sem formaður VIðskiptaráðs síðla árs 2009.

Skúli Mogensen á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
Skúli Mogensen á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Skúli Mogensen, stjórnarformaður Tríton, sposkur á svip. Hann náði ekki kjöri í stjórn Viðskiptaráðs fyrr um daginn eins og svo margir aðrir.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samhejra, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samhejra, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12
© BIG (VB MYND/BIG)
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór mikinn í erindi sínu.

Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy og forseti bæjarstjórnar í Árborg, og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa í Evrópu, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy og forseti bæjarstjórnar í Árborg, og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa í Evrópu, á Viðskiptaþingi þann 15.02.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokka Energy og forseti bæjarstjórnar í Árborg, og Tómas Már Sigurðsson, forstjóra Alcoa í Evrópu og fráfarandi formaður Viðskiptaráðs, ræðast við. Eyþór var í framboði til stjórnar en náði ekki kjöri.