Budweiser selst eins og heitar lummur í Rússlandi, þrátt fyrir að bjóreftirspurn þar í landi hafi dregist saman um meira en 30% síðan 2008. Söluaukning Budweiser milli ára hefur verið í meira en tveggja tölu prósentustigi. Bjórinn selst ekki heldur sérlega vel á heimavelli sínum, Bandaríkjunum.

Ástæðan er sú að í Rússlandi er bjórinn kynntur sem lúxusbrugg, ólíkt markaðsstefnum Bandaríkjamanna og Vestur-Evrópumanna - sem gerir bjórinn margfalt áhugaverðari fyrir sérstaklega ungu fólki. Þrátt fyrir að vera kynntur sem lúxusbjór er verð drykkjarins á borði við verð ódýrari tegunda.

Á síðasta ársfjórðungi jókst framleiðsla og sala á Budweiser-bjór umtalsvert í Rússlandi, meðan í Bandaríkjunum dróst hún saman. Flaska af Budweiser kostar aðeins 61 rúblu í Rússlandi, sem eru um 113 íslenskar krónur.