Warren Buffet segir í samtali við þýska dagblaðið Der Spiegel að samdráttarskeið Bandaríkjanna muni líklegast vara lengur en flesta órar fyrir. Hann sagði Bandaríkin þegar vera komin inn í kreppu, og bætti því við að hagfræðingar myndu sennilega skilgreina kreppu sem tvo ársfjórðungi í röð með neikvæðum hagvexti. Reuters segir frá þessu í dag.

Buffet sagði kreppuástand þó ekki munu aftra sjálfum sér í að fjárfesta í völdum fyrirtækjum, og lýsti yfir áhuga á vel reknum, þýskum fjölskyldufyrirtækjum. „Þrátt fyrir að heimurinn væri að farast væri ég ennþá að fjárfesta í fyrirtækjum,” sagði hann.

Fjárfestirinn frækni minnti einnig á fyrri gagnrýni sína á flókna fjármálagjörnina og afleiðuviðskipti: „Eitthvað er rangt við að hundruðir þúsunda starfa séu að tapast og heilu atvinnuvegirnir þurrkist út vegna ákveðinna veðmála, þrátt fyrir að grunnstoðir þessara ákveðnu þátta séu í fínu lagi.”